Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stal risaskjá og myndbandstökuvél í nótt
Föstudagur 22. desember 2006 kl. 07:29

Stal risaskjá og myndbandstökuvél í nótt

Rétt fyrir fimm í morgun fór þjófavarnarkerfi í gang í versluninni Rafeindatækni við Tjarnargötu í Keflavík. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var búið að spenna upp útihurð með stóru kúbeini sem var skilið eftir á staðnum. Í ljós kom að búið var að stela 37 tommu sjónvarpi að gerðinni Philips og myndbandstökuvél að sögn lögreglu. Ekki er vitað hver þarna var að verki og er málið í rannsókn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024