Stal golfbíl og klessti á ljósastaur
Klukkan 10 í gærmorgun var tilkynnt um þjófnað á golfbifreið frá golfvelli Golfklúbbs Suðurnesja í Leiru og fór lögregla á staðinn. Atburðurinn hafði átt sér stað nóttina áður. Bifreiðin fannst nokkru síðar rétt við Garð þar sem henni hafði verið ekið á ljósastaur. Töluverðar skemmdir voru á bifreiðinni. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið vinsamlegast hafði samband við lögreglu.
Á dagvaktinni varð eitt umferðaróhapp í umdæminu. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur, annar á Grindavíkurvegi og hinn á Reykjanesbraut. Umráðamaður einnar bifreiðar var kærður vegna vanrækslu á að færa bifreið sína til aðalskoðunar. Hann fékk sjö daga frest til að færa bifreiðina til skoðunar.
Á dagvaktinni varð eitt umferðaróhapp í umdæminu. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur, annar á Grindavíkurvegi og hinn á Reykjanesbraut. Umráðamaður einnar bifreiðar var kærður vegna vanrækslu á að færa bifreið sína til aðalskoðunar. Hann fékk sjö daga frest til að færa bifreiðina til skoðunar.