Stal farsíma í sundmiðstöð
Óprúttinn aðili stal farsíma í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar i vikunni. Sést hafði til karlmanns vera að gaufa inni í húsnæðinu og skömmu síðar var hann kominn út og hélt þá á farsíma. Lögreglan á Suðurnesjum bankaði upp á heima hjá honum og skilaði maðurinn þá símanum, sem kominn er í hendur eiganda síns.