Stal bíl og klessti á
Um hálf ellefu í gærkvöld var tilkynnt um að ekið hafi verið á kyrrstæða bifreið við Selvík 1 og tjónvaldur horfið af vettvangi. Bifreið tjónvalds fannst skammt frá á Helguvíkurvegi talsvert skemmd. Eigandi hennar tilkynnti um þjófnað á henni á svipuðum tíma. Hafði kveikjulykli verið stolið úr henni kvöldinu áður.Þá var tilkynnt um rúðubrot í Rafeindatækni við Tjarnargötu. Hafði stór rúða verið brotin en ekki verið farið inn.






