Stal bifreið sem skilin var eftir í gangi
Klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um að bifreið hefði verið stolið í Keflavík. Hafði eigandi bifreiðarinnar brugðið sér frá og skilið hana eftir í gangi. Lögreglumenn hófu þegar leit og nokkrum mínútum síðar sást til bifreiðarinnar þar sem henni var ekið austur Reykjanesbraut skammt frá Grindavíkurvegi. Bifreiðin rásaði nokkuð til en til allrar hamingju var lítil umferð og engin bifreið kom úr gagnstæðri átt. Var bifreiðin stöðvuð og ökumaður handtekinn. Samkvæmt vefdagbók lögreglu var ökumaður einnig grunaður um ölvun við akstur.
Nóttin fór annars ágætlega fram og var tíðindalítíl.