Mánudagur 8. mars 2004 kl. 11:45
Stal bensíni í Grindavík
Á föstudag stal ökumaður blárrar fólksbifreiðar bensíni fyrir um 2000 krónur úr bensíntönkum Olís stöðvarinnar að Hafnargötu 7 í Grindavík. Fyllti ökumaðurinn bifreiðina og ók á brott án þess að greiða fyrir. Lögreglan í Keflavík leitar nú bifreiðarinnar.