Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stal átján þúsund króna kampavínsflösku
Mánudagur 23. október 2017 kl. 10:08

Stal átján þúsund króna kampavínsflösku

Karlmaður á þrítugsaldri var staðinn að því um helgina að stela kampavínsflösku á skemmtistað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Það væri kannski ekki í frásögu færandi nema vegna þess að flaskan sú arna kostaði átján þúsund krónur.

Maðurinn iðraðist sárlega þegar lögregla ræddi við hann og kvaðst ætla að greiða fyrir flöskuna, sem hann hafði þá opnað. Greiðsluna kvaðst hann þó ekki geta innt af hendi fyrr en eftir mánaðarmót.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024