Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stakk kannabispoka upp í sig fyrir framan lögregluna
Þriðjudagur 4. ágúst 2020 kl. 10:05

Stakk kannabispoka upp í sig fyrir framan lögregluna

Brotist inn í bíl við Grindavíkurafleggjara og golfsettum stolið

Brotist var inn í bifreið sem stóð við Grindavíkurafleggjara á föstudaginn og úr henni stolið tveimur golfsettum, nokkrum pörum af íþróttaskóm og fatnaði. Lögreglan á Suðurnesjum hafði upp á manni sem grunaðir var um græsku og viðurkenndi hann að hafa verið þar að verki.

Við handtöku kom í ljós að hann var með kannabispoka í vörslum sínum. Við öryggisleit á lögreglustöð stakk hann svo öðrum poka upp í sig. Lögregla skipaði honum að spýta pokanum út úr sér og varð hann við því. Í þeim poka reyndist einnig vera meint kannabis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nokkrir ökumenn  voru kærðir fyrir hraðakstur um verslunarmannahelgina og fáeinir teknir úr umferð vegna vímuefnaaksturs. Einn í síðarnefnda hópnum ók jafnframt sviptur ökuréttindum.

Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af fimm bifreiðum sem voru ótryggðar eða óskoðaðar.