Stakk af frá umferðaróhappi á Hafnargötu
Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir vitnum af umferðaróhappi sem varð á Hafnargötu milli gatnamóta Vatnsnesvegar og Faxabrautar klukkan 00:24 í nótt, þann 12. mars.
Grunur er um að þarna hafi verið um að ræða Range Rover bifreið. Var bifreiðinni ekið utan í jeppling sem var ekið úr gagnstæðri átt. Brot úr Range Rover fundust vettvangi. Ökumaður „Range Roversins“ nam ekki staðar og ók á brott norður Hafnargötu.
Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-2200 en einnig má senda upplýsingar í einkaskilaboðum á Facebook-síðu lögreglunnar.
„Jafnframt hvetjum við eiganda bifreiðarinnar til þess að setja sig í samband við lögreglu,“ segir á fésbók lögreglunnar á Suðurnesjum sem birtir ljósmynd af sambærilegri bifreið og stakk af úr árekstrinum.