Stakk af eftir veltu
				
				Lögreglan í Keflavík fékk tilkynningu um, á aðfaranótt laugardags, að bifreið væri utan vegar á móts við Berghóla við Leiru.
Bifreiðin hafði oltið og ökumaðurinn hlaupist á brott en hann var grunaður um ölvun við akstur. Farið var að grennslast fyrir um manninn og fannst hann skömmu síðar í íbúðarhúsi í Garðinum. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöðina þar sem hann skýrsla var tekin af honum.
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			Bifreiðin hafði oltið og ökumaðurinn hlaupist á brott en hann var grunaður um ölvun við akstur. Farið var að grennslast fyrir um manninn og fannst hann skömmu síðar í íbúðarhúsi í Garðinum. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöðina þar sem hann skýrsla var tekin af honum.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				