Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stafrænt opið hús í Menntaskólanum á Ásbrú
Mánudagur 11. maí 2020 kl. 09:25

Stafrænt opið hús í Menntaskólanum á Ásbrú

Þar sem heimsfaraldur COVID-19 hefur raskað tækifærum grunnskólanema að kynna sér námsframboð framhaldsskóla á haustönn 2020, mun Menntaskólinn á Ásbrú bjóða upp á stafrænt opið hús í skólanum, miðvikudaginn 13. maí kl. 17-18.

Þar geta áhugasamir „heimsótt“ skólann á netinu, kynnt sér inntökuskilyrði, starfs- og námsmöguleika að námi loknu, tölvuleikjagerð, kennsluháttum og námsfyrirkomulagi, tæknilegum atriðum og margt fleira. Þá gefst einnig tækifæri á að hitta nemendur sem hófu nám við skólann síðastliðið haust, heyra þeirra reynslu og kynnast nemendaverkefnum sem þau hafa unnið að á námstímanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Upplýsingar um viðburðinn má finna hér.