Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stafganga vinsæl útivist
Sunnudagur 19. september 2004 kl. 14:08

Stafganga vinsæl útivist

Svokölluð stafganga er að verða mjög vinsæl útivistargrein víða um land en í Garðinum var einn slíkur hópur á ferðinni fyrir stuttu. Guðný Aradóttir stafgönguþjálfari hélt námskeið fyrir nokkrar konur og einn karlmann og var ánægja með námskeiðið.
Í stafgöngu er gengið með sérstaka stafi með gúmmiskó á oddinum þegar gengið er á malbiki. Þegar svo gengið er í grasi eða möl er gúmmíið tekið af.

Myndin: Hressar konur og einn karlmaður á stafgöngunámskeiði Guðnýjar Aradóttur í Garðinum fyrir stuttu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024