Stærstu söludagarnir í dag og á morgun
Björgunarsveitin Suðurnes er með stærsta flugeldamarkað Suðurnesja ár hvert. Undanfarin ár hefur sveitin aðeins verið með einn sölustað sem staðsettur er í björgunarstöðinni við Holtsgötu 51 í Njarðvík.
Á Holtsgötunni er boðið upp á mikið úrval flugelda, fjölskyldupakka og skottertur af öllum stærðum og gerðum.
Flugeldamarkaðurinn er opinn í dag frá kl. 10-22 og á morgun, gamlársdag, er opið frá kl. 10-16.
VF-myndir: Hilmar Bragi