Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stærsti skjálftinn frá goslokum og landris í fullum gangi
Skjáskot úr Skjálfta-lísu Veðurstofu Íslands sem sýnir upptök skjálftanna sem eru norðan Grindavíkur og vestan við Þorbjarnarfell, ekki langt frá Bláa lóninu.
Miðvikudagur 25. október 2023 kl. 12:39

Stærsti skjálftinn frá goslokum og landris í fullum gangi

Skjálftarnir í morgun eru þeir aflmestu frá lokum eldgossins við Litla Hrút í haust. Íbúar á stórum hluta suðvesturshornsins vöknuðu við jarðskjálfta upp úr klukkan 5:30 í morgun. Skjálftinn mældist 3,9 að stærð og átti upptök sín á kunnuglegum slóðum, rétt norðan við fjallið Þorbjörn við Grindavík. Annar skjálfti upp á 4,5 varð kl 8:18. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá þessu í færslu á Facebook.

Skjálftahrina hófst um miðja nótt og hafa tugir skjálfta mælst, langflestir undir 1 að stærð en í heild hafa þrjátíu skjálftar mælst yfir tvo að stærð. Þá hafa fjórir skjálftar yfir þremur að stærð mælst frá miðnætti. Stóri skjálftinn kl. 8:18 er stærsti skjálftinn sem orðið hefur á Reykjanesskaganum frá goslokum við Litla Hrút.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir hrinuna til marks um vaxandi virkni á skaganum. Landris er í fullum gangi undir Fagradalasfjalli og veldur það aukinni spennu á skaganum öllum. Ferlið er allt er endurtekið efni frá síðustu árum og hefur því verið spáð að til eldgoss gæti komið á nýjan leik á næstu mánuðum.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa lýst yfir óvissustigi almannavarna á Reykjanesskaganum vegna hrinunnar.