VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Stærsti skjálftinn eftir að órói fór að mælast
Veðurstofan birti þessa mynd af mælingu á skjálftanum.
Fimmtudagur 4. mars 2021 kl. 01:35

Stærsti skjálftinn eftir að órói fór að mælast

Jarðskjálfti upp á M4,1 varð kl. 00:59 um 1,1 km ASA af Fagradalsfjalli. Skjálftinn varð á 6,4 kílómetra dýpi. Hann er sá stærsti sem orðið hefur í hrinunni eftir að órói fór að mælast eftir hádegið í gær. Vel á fjórða tug skjálfta af stærðinni M3 og stærri hafa orðið. Einn annar „fjarki“ varð kl. 15:11 í gærdag austur af Fagradalsfjalli.

Hér að neðan er beint streymi úr vefmyndavél Víkurfrétta sem beint er að Keili og nánasta umhverfi.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25