Stærsti skjálftinn eftir að órói fór að mælast
Jarðskjálfti upp á M4,1 varð kl. 00:59 um 1,1 km ASA af Fagradalsfjalli. Skjálftinn varð á 6,4 kílómetra dýpi. Hann er sá stærsti sem orðið hefur í hrinunni eftir að órói fór að mælast eftir hádegið í gær. Vel á fjórða tug skjálfta af stærðinni M3 og stærri hafa orðið. Einn annar „fjarki“ varð kl. 15:11 í gærdag austur af Fagradalsfjalli.
Hér að neðan er beint streymi úr vefmyndavél Víkurfrétta sem beint er að Keili og nánasta umhverfi.