Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stærsti skjálfti næturinnar var 4,6
Skjáskot úr myndbandi: Jón Steinar Sæmundsson
Laugardagur 13. mars 2021 kl. 09:13

Stærsti skjálfti næturinnar var 4,6

Frá því um miðnætti í dag 13. mars hafa rúmlega 600 jarðskjálftar mælst. Af þeim hafa átta skjálftar mælst yfir M3,0 að stærð, þar af var einn við Trölladyngju en aðrir við suðvesturenda Fagradalsfjalls. Stærsti skjálftinn af stærð M4,6 mældist þar klukkan 01:34 og fannst víða, á Reykjanesskaga norður í Borgarnes og austur í Fljótshlíð.

Í gær 12. mars Mældust tæplega 3000 skjálftar. Þar af voru 48 yfir 3 af stærð. Stærsti skjálfti gærdagsins var M5,0 að stærð kl. 07:43, 2,7 km SSV af Fagradalsfjalli. Skjálftinn fannst vel á Suðvesturhorninu. Virknin hefur aðalega verið bundin við sunnanvert Fagradalsfjall. Kl. 22:39 varð skjálft af stærð M3,9 sem fannst vel á Reykjanesinu og á Höfuðborgarsvæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024