Atnorth
Atnorth

Fréttir

Stærsti plastbátur landsins
Miðvikudagur 7. desember 2011 kl. 10:13

Stærsti plastbátur landsins

Stærsti plastbátur sem að smíðaður hefur verið á Íslandi var sjósettur á Akureyri um helgina en eigendur hans eru að stærstum hluta Grindvíkingarnir og bræðurnir Hrafn Sigvaldason og Helgi Mogensen. Bátasmiðjan Seigla sá um smíðina fyrir þá bræður en fyrirtækið heitir Eskoy A/S og er í Tromsö.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Báturinn er útbúinn fyrir línuveiðar, hann er 5,70 á breidd 14,98 á lengd en með flotkassa og línuskrúfu. Hann er 17 metrar. Í bátnum er línukerfi frá Mustad með 30.000 krókum, línuspil frá Beiti, þvottaker frá 3x Tecnology, siglingatæki frá Sónar. Íbúðir eru fyrir 8 manns í 2 manna klefum. Í lestinni er pláss fyrir ca. 40 tonna afla, ísvél frá Kælingu. Aðalvél er af gerðinni Yannmar 1000 hp og svo eru tvær ljósavélar frá Köler 25 kw hvor.

Grindavík.is

Mynd og heimild: www.thorgeirbald.123.is