Stærsti jarðskjálftinn frá því 18. desember
Skjálfti sem varð kl. 22:37 í gærkvöldi hefur lokastaðsetningu um 3 km norðaustur af Stóra-Skógfelli. Lokastærð skjálftans er M4,1.
Síðast varð skjálfti af þessari stærð 18. desember í fyrra, um klukkutíma eftir að eldgos hófst þann dag. Sá skjálfti var staðsettur rétt suðaustan við Hagafell.
Skjálftavirknin helst nú nokkuð jöfn og er mesta virknin við norðurenda gossprungunnar. Því er ólíklegt að gossprungan komi til með lengjast til suðurs. Ekki er hægt að útiloka að gossprungan geti lengst til norðurs.