Stærsta ýsa Íslandssögunnar!
Farsæll GK 162 kom nú undir kvöld með stærstu ýsu Íslandssögunnar til Grindavíkur. Ýsan veiddist í Reykjanesröstinni nú síðdegis.Þessi tröllvaxna ýsa var 106 sentimetrar að lengd og vóg 12 kíló þegar hún veiddist í dragnót. Þórarinn Sigvaldason, skipverji á Farsæl, sagðist í samtali við Víkurfréttir.is hafa fengið það staðfest hjá Hafrannsóknarstofnun að hér væri um að ræða stærstu ýsu Íslandssögunnar og væri met frá árinu 1924 slegið en þá veiddist 11 kg. ýsa á línu í Faxaflóa.
Þórarinn tjáði blaðamanni að fyrir nokkrum árum hafi þeir fengið ýsu sem var 9 kg. og hafi hún reynst vera 18 ára gömul, samkvæmt rannsókn. Ýsan sem veiddist í dag væri því örugglega yfir 20 ára gömul. Ýsan hefur verið send til Hafrannsóknarstofnunar til frekari rannsóknar.
Þórarinn tjáði blaðamanni að fyrir nokkrum árum hafi þeir fengið ýsu sem var 9 kg. og hafi hún reynst vera 18 ára gömul, samkvæmt rannsókn. Ýsan sem veiddist í dag væri því örugglega yfir 20 ára gömul. Ýsan hefur verið send til Hafrannsóknarstofnunar til frekari rannsóknar.