Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stærsta vél Boeing við æfingar á Keflavíkurflugvelli
Mánudagur 11. apríl 2011 kl. 18:04

Stærsta vél Boeing við æfingar á Keflavíkurflugvelli

Veðurguðirnir tóku vel á móti tilraunaflugmönnum frá Boeing-verksmiðjunum sem komu hingað til lands fyrir helgi með stærstu þotu Boeing til að gera á henni prófanir, m.a. í sterkum hliðarvindi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þotan sem um ræðir er Boeing 747-800 breiðþota. Þessi gerð er stærsta flugvélin sem Boeing hefur smíðað en vélin er innréttuð sem flutningavél og máluð í litum Cargolux. Þrettán vélar þessarar tegundar hafa verið pantaðar til flutningarisans.
 

Boeing 747-800 er með lengri skrokk og endurhannaðan væng. Þá eru á henni sparneytnari hreyflar miðað við eldri útgáfur.


Meðfylgjandi myndir voru teknar nú síðdegis þegar vélin var við æfingar á norður/suður-flugbraut Keflavíkurflugvallar.


VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson