Stærsta rútufyrirtæki heims horfir til Reykjaness
„Þeir hafa verið með hugmyndir varðandi samsetningu á rafrútum,“ segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar í samtali við DV. Tveir fulltrúar félagsins fóru á dögunum til Kína meðal annars til að fylgja eftir heimsóknum forsvarsmanna kínverska rútufyrirtækisins Yutong Bus. Með í för var Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Að sögn Kjartans hafa Kínverjarnir horft til Evrópu við framleiðslu á rútunum og þeir hafa meðal annars skoðað aðstæður á Reykjanesi. Um er að ræða stærsta framleiðanda á rútum í heimi. Félagið seldi til dæmis 28 þúsund rútur á heimsvísu árið 2009.
DV.is greinir frá.