Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 31. mars 1999 kl. 17:38

STÆRSTA GRAFA Í EVRÓPU Á LEIÐ TIL GRINDAVÍKUR

Samningur um dýpkun innsiglingarinnar í Grindavík var á dögunum undirritaður af Halldóri Blöndal samgönguráðherra, Einari Einarssyni bæjarstjóra, Margréti Gunnarsdóttur formanni hafnarnefndar og Lennart Henrikson framkvæmdarstjóri Skanska Dredging AB. Einnig voru viðstaddir Kjell Helgesson sem verður verkefnastjóri og Hans Lindström en hann sá um alla samningagerð fyrir fyrirtækið. Að sögn Lennarts Henrikson mun fyrirtækið koma með sín bestu tæki til verksins og koma þeir með stóran pramma sem mun standa á löppum og verður hann notaður við boranir. Grafan sem verður notuð til verksins er stærsta grafa sinnar tegundar í Evrópu. Skanska mun koma með allan sinn búnað í endaðan apríl og verður verkið hafið um miðjan maí og er áætlað að dýpkun verði lokið í endaðan ágúst. Meðal gesta sem fögnuðu þessum áfanga voru nokkrir þingmenn kjördæmisins starfsmenn siglingastofnunar ásamt bæjarstjórn og hafnarnefnd.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024