Stærsta flutningaflugvél heims í Keflavík
Stærsta flutningaflugvél heims, Antonov An-225 Mriya eða Draumurinn, hafði tveggja tíma viðkomu á Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær. Stoppið í Keflavík var notað til að taka eldsneyti.
Antonov An-225 Mriya var smíðuð í Úkraínu og flaug fyrst árið 1988. Vélin er byggð á Antonov An-124 og er hönnuð til að flytja geimferjur á baki vélarinnar. Tvær vélar munu hafa verið smíðaðar og hefur önnur þeirra verið í ýmiskonar þungaflutningum um allan heim. Hin vélin mun aldrei hafa verið kláruð.
Antonov An-225 Mriya hefur einu sinni áður komið til Keflavíkurflugvallar. Það var árið 2005 þegar meðfylgjandi myndir voru teknar.