Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stærsta farþegavél heims kemur aftur til Keflavíkurflugvallar í hádeginu
Þriðjudagur 30. janúar 2007 kl. 09:25

Stærsta farþegavél heims kemur aftur til Keflavíkurflugvallar í hádeginu

Airbus-flugvélaverksmiðjunum líkar vel við Keflavíkurflugvöll til prófunar fyrir risafarþegaþotu sína, Airbus A380. Vélin er væntanleg til frekari prófana í Keflavík í hádeginu í dag. Vélin var hér síðast við æfingar í nóvember á sl. ári

Vélin er mikið ferlíki með farþegarými á tveimur hæðum og mun geta tekið um 850 farþega. Hún vegur 560 tonn fullhlaðin við flugtak og vænghafið er  rétt um 80 metrar. Undir henni eru nokkur hjólasett eða alls 22 hjól.  Reiknað er með að hún verði komin í notkun næsta haust ef áætlanir ganga eftir.?

Bæði Boeing og Airbus hafa notað Keflavíkurflugvöll til  prófana í sterkum hliðarvindi.

 

Mynd: Airbus A380 lendir í Keflavík í nóvember sl. VF-mynd: Ellert Grétarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024