Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stærsta farþegaþota heims lenti með veikan farþega
Sunnudagur 13. júlí 2014 kl. 13:43

Stærsta farþegaþota heims lenti með veikan farþega

Stærsta farþegaþota heims, flug­vél af gerðinni Air­bus A-380 frá Brit­ish Airways, lenti í Keflavík nú um hádegisbilið með veikan farþega um borð.

Vélinni var komið fyrir við flugskýli 885, stærsta flugskýlið á Keflavíkurflugvelli,  var á leiðinni frá London til Los Ang­eles og var á leið yfir Ísland að nálgast Vestfirði þegar hún beygði áleiðis til Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjúkra­flutn­inga­menn frá Brunavörnum Suðurnesja sóttu farþeg­an­n og fluttu hann á spít­ala. Ekki er vitað um líðan hans.

Nokkur dæmi eru um að þessi stóra flugvélagerð frá British Airways lendi í Keflavík með veikan farþega, síðast í febrúar sl. Vélarnar eru nokkuð kunnar á Keflavíkurflugvelli, en þá helst fyrir það að hér voru þær prófaðar í öflugum hliðarvindi áður en þær fóru í sölu á almennum markaði.

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar vélin lenti í Keflavík.