Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stærsta farþegaflugvél heims lenti með ólétta konu í Keflavík
Airbus A380, stærsta farþegaflugvél heims við stærsta flugskýlið á Keflavíkurflugvelli. VF-mynd/pket.
Mánudagur 10. júní 2013 kl. 13:55

Stærsta farþegaflugvél heims lenti með ólétta konu í Keflavík

Þurfti að fá eldsneytisáfyllingu áður en hún hélt til Los Angeles.

Stærsta farþegaflugvél heims Airbus A380 frá Air France lenti í Keflavík rétt fyrir hádegi með veikan farþega sem þurfti að komast á sjúkrahús.

Farþeginn var ólétt kona sem fann fyrir óþægindum í fluginu en vélin var að koma frá París og var á leiðinni til Los Angeles. Vegna lendingarinnar í Keflavík þurfti að bæta við eldsneyti á tanka vélarinnar fyrir flugið til LA. Vélin fór í loftið rétt eftir klukkan eitt.

A380 flugvélin er risavaxin og tekur mest 850 farþega. Hún er með fjóra hreyfla og vænghafið er 80 metrar.

Árið 2009 kom sambærileg vél nokkrum sinnum til Keflavíkur til æfinga í sterkum hliðarvindi en aðstæður á Keflavíkurflugvelli eru ákjósanlegar til að stunda æfingar sem þessar. Þá bera flugbrautir Keflavíkurflugvallar vel flugvélar sem þessar því brautirnar í Keflavík eru helmingi breiðari en á mörgum öðrum flugvöllum í heiminum. Breidd brauta í Keflavík er 60 metrar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vélin fékk bensínáfyllingu í Keflavík í morgun.

Hér má sjá inni í sambærilega vél en innréttingar A380 eru margvíslegar en vélin tekur mest um 850 farþega.

-