Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stærri skjálftar í kvöld
Þriðjudagur 9. mars 2021 kl. 21:02

Stærri skjálftar í kvöld

Sjö jarðskjálftar af stærðinni M3,0 til M3,4 hafa orðið nú í kvöld við Fagradalsfjall. Sá sterkasti varð kl. 20:40 á 4,8 km. dýpi 1,7 km. SSA af Fagradalsfjalli.

Á þessum sólarhring hafa orðið tólf skjálftar yfir þremur af stærð. Af korti Veðurstofu Íslands að dæma virðist aukning í skjálftum núna í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

RÚV segir frá því að nærri klukkustundarlöng smáskjálftahrina hafi komið fram á mælum Veðurstofunnar í kvöld við Fagradalsfjall. Engin merki eru um gosóróa og engin merki um gos má merkja á GPS-mælum, vefmyndavélum eða gasmælum Veðurstofunnar.