Stærðfræðisnillingar framtíðarinnar
Stærðfræðikeppni grunnskólanema var haldin í FS 23. mars s.l. og var það 14. sinn sem Fjölbrautaskóli Suðurnesja hélt stærðfræðikeppni grunnskólanema.
Að þessu sinni tóku 154 nemendur úr 8. til 10. bekk þátt í keppninni, úr öllum skólum á Suðurnesjum.
Verðlauna afhending fór síðan fram mánudaginn 16. apríl. Þar mættu 10 efstu í hverjum árgangi ásamt foreldrum sínum, stærðfræðikennurum og skólastjórnendum grunnskólanna. Allir nemendur sem voru boðaðir fengu viðurkenningarskjal og eftir verðlaunaafhendinguna gæddu viðstaddir sér á veitingum í boði Fjölbrautaskólans.
Eins undanfarin ár veitti Íslandsbanki þremur efstu í hverjum aldurshópi peningaverðlaun og Verkfræðistofa Suðurnesja gaf þremur efstu í 10. bekk grafíska reiknivél. Auk þess sem styrktaraðilarnir tóku þátt í að greiða pizzuveislu sem nemendum var boðið í fyrir keppnina.
Fjölbrautaskólinn heldur þessa keppni til þess að auka veg stærðfræðinnar og til þess að glæða áhuga á henni og auk þess lítum við á keppnina sem lið í að auka samstarf Fjölbrautaskólans og grunnskólanna. Flestir af þeim sem keppa koma síðan til okkar sem nemendur og sumir af þeim hafa þegar hafið nám hér í FS með góðum árangri.
8. bekkur
Í 8. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 54:
Í 1. sæti var Aron Daníel W Van Goosvilligen Myllubakkaskóla.
Í 2. sæti var Sebastian Hubert Klukovski Grunnskólanum í Sandgerði
Í 3. sæti var Katla Marín Þormarsdóttir Grunnskóla Grindavíkur.
Í 4. sæti var Björgvin Theódór Hilmarsson Heiðarskóla.
Í 5. sæti var Tinna Björg Gunnarsdóttir Holtaskóla.
Í 6. til 11. sæti voru þessir í stafrófsröð: Agata Jóhannsdóttir Grunnskóla Grindavíkur, Anna Karen Guðmundsdóttir Grunnskólanum í Sandgerði, Bragi Friðriksson Myllubakkaskóla, Elsa Katrín Eiríksdóttir Grunnskóla Grindavíkur, Karolína Krawczuk Grunnskólanum í Sandgerði og Þórveig Hulda Frímannsdóttir Grunnskóla Grindavíkur.
9. bekkur
Í 9. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 53
Í 1.sæti var Ægir Ragnar Ægisson Njarðvíkurskóla
í 2. sæti var Sigurður Galdur Loftsson Myllubakkaskóla
Í 3.- 4. sæti voru Rannveig Ósk Smáradóttir Myllubakkaskóla og Valgerður María Þorsteinsdóttir Grunnskóla Grindavíkur.
Í 5. – 6. sæti voru þau Helena Rós Gunnarsdóttir Myllubakkaskóla og Hlynur Ægir Guðmundsson Grunnskóla Grindavíkur.
Í 7. – 10. sæti voru þessir í stafrófsröð: Arnþór Ingi Ingvason Holtaskóla, Eva Ósk Harðardóttir Stóru- Vogaskóla, Hallur Kristinn Hallsson Akurskóla og Stefán Ingi Unnarson Myllubakkaskóla.
10. bekkur
Í 10. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 47.
Í 1. sæti var Margrét Dagmar Loftsdóttir Myllubakkaskóla.
Í 2.-3. sæti voru þær Erla Þorsteinsdóttir Grunnskóla Grindavíkur og Sigurrós Þorgrímsdóttir Holtaskóla.
.Í 4. sæti var Teitur Ari Theódórsson Akurskóla.
í 5. – 6. sæti voru þær Esther Elín Þórðardóttir Heiðarskóla og Helena Ósk Árnadóttir Holtaskóla.
Í 7. – 10. sæti voru þessir í stafrófsröð: Anna Kristín Hálfdánardóttir Stóru- Vogaskóla, Halldór Gísli Ólafsson Gerðaskóla, Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir Stóru- Vogaskóla og Sigurrós Eggertsdóttir Njarðvíkurskóla