Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 28. febrúar 2000 kl. 14:06

Stærðfræðikeppni grunnskóla

Verðlaun voru afhent í stærðfræðikeppni 8., 9. og 10. bekkja grunnskóla á Suðurnesjum s.l. laugardag á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Keppni þessi er árleg og haldin í samvinnu Flensborgarskóla og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Íslandsbanki styrkti keppnina og veitti þrenn verðlaun í hverjum aldursflokki. Að þessu sinni tóku 80 nemendur þátt í keppninni og stóðu margir sig vel. Allir sem náðu 10. sæti eða ofar í sínum árgangi fengu einnig sérstaka viðurkenningu frá FS. Pétur Ingi Sigurbjörnsson 8. bekk Holtaskóla varð í 3.sæti, Helgi Reynisson Heiðarskóla í 2. og Páll Guðmundsson Grindavík hlaut fyrsta sætið í sínum aldursflokki. Bragi Jónsson 9. bekk Sandgerði varð í 3. sæti, Rósant Ísak Rósantsson Myllubakkaskóla í 2. og Heiðar H. Aðalsteinsson Heiðarskóla í 1. sæti. Í 10. bekk varð Gísli Valgeirsson Njarðvíkurskóla í 3. sæti, Erla María Guðmundsdóttir Njarðvík í 2. og Finnur S. Guðmundsson Heiðarskóla í 1. sæti. Allir að byggja í Vogum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024