Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stærðfræðikeppni: Góður árangur Myllubakkaskóla
Mánudagur 23. apríl 2012 kl. 10:32

Stærðfræðikeppni: Góður árangur Myllubakkaskóla

Verðlaunaafhending í Stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurnesjum fór fram mánudaginn 16. apríl sl. í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Tuttugu nemendur úr Myllubakkaskóla tóku þátt, sjö nemendur voru meðal 10 efstu í öllum þremur árgöngunum og fjórir náðu verðlaunasæti. Aron Daniel W Van Gooswilligen var í 1. sæti í 8. bekk. Í 9. bekk var Sigurður Galdur Loftsson í 2. sæti og Rannveig Ósk Smáradóttir í 3. – 4. sæti. Margrét Dagmar Loftsdóttir var í 1. sæti hjá 10. bekkingum, segir í frétt frá Myllubakkaskóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024