Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Stærðargráða sem ég held að ekki allir átti sig á“
Föstudagur 2. febrúar 2018 kl. 06:00

„Stærðargráða sem ég held að ekki allir átti sig á“

- segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um vöxtinn í fluginu

„Hér er búið að vinna ótrúlega mikla vinnu og aukningin ævintýraleg á
síðustu árum og það sem meira spennandi er er að spár um framtíðina sýna ævintýralega aukningu líka og það er kannski áskorun að takast á við það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við Víkurfréttir eftir fund sem hann átti með forsvarsmönnum ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Þar fóru helstu stjórnendur ISAVIA yfir það sem er að gerast í ört vaxandi starfsemi á Keflavíkurflugvelli sem hefur vaxið hratt síðustu ár og nú standa menn frammi fyrir þeirri staðreynd að flugið og flugtengd starfsemi þarf um 400 nýja starfsmenn á hverju ári næstu árin.

„Ferðaþjónustan og flug er krefjandi starfsemi. Ég held að flugtengd starfsemi hafi tvöfaldast að stærðargráðu í landsframleiðslu á sl. tíu árum og við þurfum að fara að velta því fyrir okkur hvort við getum horft á þessa starfsemi sem næsta sóknarvöxt í íslensku efnahagslífi. Það getur verið að það sé einfaldlega eitthvað sem við þurfum að takast á við. Þá er ég ekki endilega að tala um bara ferðamenn, heldur tengifarþega því lega landsins gefur okkur þessa möguleika.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

- Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart í þeim upplýsingum sem þú hefur verið að fá, nýtekinn við sem ráðherra þessara mála?
„Nei, kannski ekki. Ég hef haft tækifæri til þess síðustu ár að átta mig á hvað væri hér í vændum. Ég held að þessi þörf á að svara áskorun um vöxtinn bæði frá íslenskum flugfélögum og einnig öðrum sem nýta þessa flughöfn og legu landsins, það er stærðargráða sem ég held að allir átti sig ekki á“.

- Hefur þú kynnt þér þau mál er varða alla þá útlendinga sem þarf til að vinna störf á svæðinu?
„Það er gríðarleg aukning á fólki sem við höfum flutt inn til að taka hagsveifluna, 11-12.000 störf hið minnsta á síðasta ári. Stór hluti í byggingageiranum en einnig í ferðaþjónustunni og einnig öðrum atvinnugreinum. Þetta er leið okkar til að jafna hagsveiflur en um leið verður þetta ákall um hvernig við ætlum að koma þessu fólki fyrir í húsnæði og annað í þeim dúr. Margar þær áskoranir sem standa fyrir framan okkur eru lúxusvandamál“.