Stækkun Keflavíkurflugvallar tilnefnd til virtra verðlauna
Tvær byggingar frá Íslandi eru meðal 365 verka sem tilnefnd hafa verið til arkitektúrverðlauna Evrópusambandsins, svokallaðra Mies van der Rohe verðlaunanna sem veitt eru fyrir samtíma byggingarlist. Um ræðir stækkun Keflavíkurflugvallar og fangelsið á Hólmsheiði.
Að jafnaði eru um 400 byggingar tilnefndar en verðlaunin eru afhent á tveggja ára fresti. Í verðlaun er peningagjöf að andvirði rúmlega níu milljóna króna. Andersen og Sigurdsson ásamt Teikn Architechts hönnuðu stækkun Keflavíkurflugvallar.