Stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar boðin út
Framkvæmdasýsla ríkisins hefur óskað eftir tilboði í uppsteypu og frágang utanhúss við stækkun Leifs Eiríkssonar fyrir hönd utanríkisráðuneytisins. Einnig er óskað eftir tilboðum í að framleiða og setja upp fimm færanlegar langöngubrýr og ráðgjafa sem á að hafa eftirlit með framkvæmdum vegna stækkunarinnar. Nýja flugstöðvarbyggingin verður 6.900 fermetrar að grunnfleti, sem er örlítið stærra en Heiðarskóli, og athygli vekur að verkinu á að vera lokið 21. nóvember á þessu ári. Uppsetningu þriggja landgöngubrúa á að vera lokið fyrir 1. janúar 2001 og hinar tvær eiga að vera komnar á sinn stað 1. mars sama ár. Það er því ljóst að ekki dugar að slóra því mikil tímapressa á eftir að verða á tilvonandi verktökum. Í útboðsauglýsingunni er tekið fram með skírum stöfum að strangar kröfur séu gerðar til þess að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegum verkum og sterka fjárhagsstöðu. Úboðið hefur einnig verið auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.