Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 4. júlí 2000 kl. 18:33

Stækkun Fjölbrautaskóla Suðurnesja til umræðu

Teiknistofan Tröð hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi vegna stækkunar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti í síðustu viku, að tillagan yrði auglýst og lagði bæjarstjórn blessun sína yfir þá ákvörðun nefndarinnar sl. þriðjudag. Í tillögunni er gert ráð fyrir bílastæðum við Flugvallarveg og rúmlega 3000 fermetra byggingarreit, fyrir allt að 6000 fermetra byggingu vestan við núverandi íþróttahús. Kristmundur Ásmundsson (J) sagði á fundi bæjarstjórnar, að honum þætti nú heldur þröngt um FS á þessum stað og hefði gjarnan viljað sjá aðrar lausnir. „Ég sé því miður ekki fyrir mér að ríkið taki þátt í að byggja annan skóla frá grunni og því mun ég greiða atkvæði með þessari tillögu.“ Kjartan Már Kjartansson (B) tók undir orð Kristmundar og fundargerðin var samþykkt 11:0.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024