Stækka Gefnarborg fyrir 118 milljónir króna
Bæjarráð sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis hefur samþykkt framkvæmdir við stækkun leikskólans Gefnarborgar í Garði, en samkvæmt kostnaðaráætlun er byggingarkostnaður áætlaður rúmar 118 milljónir króna.
Í fjárhagsáætlun 2018 er fjárheimild til verksins að fjárhægð kr. 50.000.000 en um fjárheimild umfram þá fjárhæð er vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2019-2022, segir í afgreiðslu bæjarráðs.