Staðsetningartæki stolið úr bíl
Tilkynning barst til lögreglunnar á Suðurnesjum rétt eftir miðnætti í gærnótt þess efnis að farið hefði verið inn í bifreið og stolið úr henni staðsetningartæki, sem fest var í framrúðuna.
Á daginn kom að bifreiðin var ólæst því læsingin var biluð. Lögregla beinir þeim tilmælum til fólks að ganga vel og tryggilega frá ökutækjum sínum og skilja ekki eftir í þeim verðmæti.