Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 24. nóvember 1999 kl. 21:14

STAÐREYNDIR UM MÁL VIGNIS SKÚLASONAR

Viðtal víð undirritaðan lögmann í 44. tölublaði Víkurfrétta gefur Vátryggingafélagí Íslands hf. tilefni til athugasemda í 49. tölublaði undir fyrirsögninni „rangfærslur og ásakanir.“ Víkurfréttir óskuðu eftir þessu viðtali vegna frásagnar af umferðaslysi og skaðabótamáli skjólstæðings míns, Vignis Skúlasonar, sem birtist í sama blaði. Í viðtalinu segi ég frá því, að Vátryggingafélag Íslands setti fram það álit að skaðabætur til Vignis vegna afleiðinga slyssins á framtíðartekjutap hans, myndu hugsanlega ekki verða hærri en „rúmar þrjár milljónir króna“ eins og stendur orðrétt í viðtalinu. Þessi afstaða félagsins kom fram í símtali við einn uppgjörsmann félagsins, Þóri E. Gunnarsson, og er staðfest með yfirlitsblaði frá Vátryggingafélagi Íslands hf. dags. 18.3.1997, merkt þeg, fjárhæðin er kr. 3.210.000,- Þá kemur fram í viðtalinu að á grundvelli nýs örorkumats hækkaði Vátryggingafélag Íslands hf. boð sett um greiðslu fyrir framtíðartekjutap í 6 millj. kr., auk vísitöluhækkunar, samtals kr. 6.222.779.- Þetta boð félagsins kemur fram í uppgjörstilboði frá 16. mars s.l. merkt 150399 sp. Í þessu viðtali er því rétt farið með staðreyndir og þar eru engar rangfærslur. Í viðtalinu eru heldur ekki neinar ásakanir á hendur Vátryggingafélagi Íslands hf. Þar kemur að vísu fram, að undirritaður er ekkí sáttur við greiðslutilboð félagsins og lái mér hver sem vill. Endanlegt greiðslutilboð félagsins til Vignis er að hann fái tímabundið tekjutap sitt í 3 ár bætt með kr. 1.726.800.-, varanlegt framtíðartekjutap sitt sem trésmiður bætt með kr. 6.222.779.- Og eins árs töf í námi með kr. 300.000.-? Ef í því felst ásökun, að telja þetta ekki fullnægjandi greiðslutilboð til skjólstæðings míns þá gott og vel ég stend við þá ásökun. Í niðurlagi þessarar nafnlausu blaðagreinar frá Vátryggingafélagí Íslands koma fram tilefnislausar rætnar dylgjur um heiðarleika minn og þekkingu á sviði skaðabótaréttar. Ég læt skjólstæðinga mína að dæma réttmæti þessara orða og auðvitað einnig hið ágæta starfsfólk Vátryggingafélags Íslands í Keflavík og Reykjavík sem ég hef mjög góð samskipti við nær daglega. Ég hélt í sannleika sagt að yfirmenn Vátryggingafélags Íslands hf. væri vandara að virðingu sinni en þessar aðdróttanir þeirra sýna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024