Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Staðnir að verki í innbroti
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
þriðjudaginn 19. nóvember 2019 kl. 08:53

Staðnir að verki í innbroti

Tveir menn voru handteknir eftir að þeir voru staðnir að verki við að brjótast inn í íbúðarhús í Keflavík síðastliðinn föstudag. Þeir höfðu komist inn með því að spenna upp glugga með skóflu. Einnig hafði svalahurð verið spennt upp.

Lögreglan á Suðurnesjum handtók annan manninn á vettvangi þar sem hann var að bera þýfi út úr húsinu. Hann fleygði því frá sér þegar hann varð lögreglu var. Hann játaði sök. Við öryggisleit á honum fundust nær 100 þúsund krónur og voru þær haldlagðar vegna gruns um að um væri að ræða illa fengið fé.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hinn maðurinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu og játaði hann einnig sök.