Staðnir að utanvegaakstri
Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af þremur einstaklingum um helgina, sem óku utan vega í Sandvík. Tveir þeirra óku á torfæruhjólum um sandhólana, en sá þriðji var á bifreið sem hann hafði fest við einn af hólunum. Þurfti að kalla til dráttarbifreið til að ná henni upp.
Lögregla mun halda uppi reglulegu eftirliti með akstri í Sandvík, þar sem allur utanvegaakstur er stranglega bannaður.