Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Staðnir að innbrotum í bíla
Sunnudagur 18. febrúar 2007 kl. 13:58

Staðnir að innbrotum í bíla

Tveir piltar, 17 og 18 ára, voru staðnir að innbrotum í bíla í Reykjanesbæ í nótt. Lögregla kom í málið og handtók þá, en íbúi í Reykjanesbæ hafði staðið þá að verki þar sem þeir voru að reyna að komast inn í bifreiðar. Þeir höfðu þá þegar farið inn í nokkrar bifreiðar og tekið lausamuni að því er fram kemur hjá lögreglu.

 

Þá var ölvaður maður handtekinn á Hafnargötu í Reykjanesbæ þar sem hann hafði sparkað í bifreið þannig að tjón hljóst af og tveir aðilar voru teknir með fíkniefni sem talið var til eigin neyslu.  Undir morgun var maður handtekinn grunaður um ölvun við akstur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024