Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Staðin að verki við lyfjasölu
Föstudagur 5. desember 2014 kl. 12:49

Staðin að verki við lyfjasölu

Maður og kona voru handtekin síðdegis í gær, eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði staðið þau að sölu á lyfseðilsskyldum lyfjum. Við húsleit hjá þeim framvísaði konan rúmlega sextíu svefntöflum og slatta af kvíðastillandi lyfjum.

Lögregla hafði einnig hendur í hári tveggja „viðskiptavina“ parsins, sem báðir höfðu í fórum sínum svefntöflur, sem þeir höfðu keypt af þeim, auk þess sem annar þeirra var með tíu grömm af amfetamíni.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024