Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Staðið verði við stefnu flokksins um íbúalýðræði
Mánudagur 16. apríl 2007 kl. 10:20

Staðið verði við stefnu flokksins um íbúalýðræði

Fulltrúar Samfylkingar í stjórn Hitaveitu Suðurnesja hafa fengið bréf frá samtökunum Sól á Suðurnesjum þar sem þeir eru hvattir til að standa við stefnu flokksins varðandi íbúalýðræði og hafna því að gengið verði frá orkusölusamningum þar til vilji íbúa hefur verið kannaður með kosningu.

Í bréfinu segir að mikil verðmæti  liggi í náttúru Reykjanesskagans, sem býður upp á einstaka möguleika í ferðaþjónustu og hefur mikið útivistargildi. Ef áform um virkjanir í Trölladyngju, Seltúni og Sandfelli verði að veruleika og tilheyrandi línumannvirki rísi á skaganum mun útivistargildi svæðisins rýrna til muna og mörg góð tækifæri fyrir ferðaþjónustu, annan atvinnurekstur og náttúruvernd muni glatast.

„Þess er að vænta að á næstunni muni stjórn Hitaveitu Suðurnesja fjalla um orkusölusamninga við Norðurál. Sól á Suðurnesjum hvetur fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn Hitaveitu Suðurnesja til þess að standa við stefnu flokksins varðandi íbúalýðræði og hafna því að gengið verði frá orkusölusamningum þar til vilji íbúa hefur verið kannaður með kosningu.
Frekari skuldbindingar, þ.m.t. undirritun orkusölusamninga, munu draga úr líkum á því að kosið verði um þessar framkvæmdir sem með beinum hætti varða íbúa 6 sveitarfélaga og í reynd þjóðina alla,“ segir í bréfinu.

Mynd: Frá fjölmennum fundi Sólar á Suðurnesjum í Reykjanesbæ í vetur. VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024