Staðið verði við loforð um óbreytta þjónustu Landsbankans
Bæjarstjórn Sandgerðis kom saman til aukafundar og skoraði þar á bankaráð Landsbankans að endurskoða áform um skerta þjónustu við bæjarbúa. Bæjarstjórnin leggur áherslu á að staðið verði við loforð um óbreytta þjónustu í Landsbankaútibúi bæjarins. Verði bankaráðið ekki við tilmælum um að hætta við að loka bankanum á morgnana á bæjarráð, skv. samþykkt bæjarstjórnar, að hefja viðræður við aðra banka eða sparisjóði til að kanna möguleika á opnun útibús eða afgreiðslu í bænum.
Bæjarráð á að reyna að fá stærstu viðskiptavini bankans í Sandgerði til að taka þátt í viðræðum við aðrar bankastofnanir um að opna útibú í bænum, segir á Textavarpinu.
Myndin er frá opnun hraðbanka í útibúi Landsbankans í Sandgerði.
Bæjarráð á að reyna að fá stærstu viðskiptavini bankans í Sandgerði til að taka þátt í viðræðum við aðrar bankastofnanir um að opna útibú í bænum, segir á Textavarpinu.
Myndin er frá opnun hraðbanka í útibúi Landsbankans í Sandgerði.