Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Staðið jólavaktina í 48 ár
Georg V. Hannah var að huga að úrum þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að garði. Mynd/HBB.
Þriðjudagur 22. desember 2015 kl. 14:22

Staðið jólavaktina í 48 ár

Flestir sáttir við jólaverslun í ár

Jólaverslunin nær hámarki nú síðustu dagana fyrir jól. Aðilar í verslun á Suðurnesjum eru flestir nokkuð sáttir en þó hefur heyrst að sums staðar hafi hún farið nokkuð seint af stað.
Ómar Valdimarsson, forstjóri hjá Samkaupum, er mjög sáttur við jólaverslunina í ár en segir að öll kurl komi auðvitað ekki til grafar fyrr en búið er að telja upp úr kössunum í árslok. Hann segir að margt spili inn í þegar kemur að kauphegðun, eins og veður og dagsetningar hátíðardaga, en hann á von á því að þessir síðustu dagar fyrir jól verði annasömustu dagar ársins. „Við erum tilbúin í lokatörnina og staðan er góð, við erum vel sátt,“ segir Ómar.

Staðið vaktina í 48 ár

Það eru jól númer 48 hjá Georg V. Hannah í versluninni við Hafnargötu 49 sem ber nafn úrsmiðsins. Hann segir verslun ganga sinn vanagang en þó hafi hann fundið fyrir uppsveiflu í fyrra sem virðist einnig vera í ár. Hjá honum eru skartgripir eins og hálsmen og eyrnalokkar ávallt vinsælastir og er engin breyting þar á í ár. Í úrunum eru Daniel Wellington og Henry London vinsælust í ár. Vönduð svissnesk úr eru einnig í mikilli sókn enda klassísk gjafavara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að sögn Guðrúnar Reynisdóttur, eiganda tískuverslunarinnar Gallerí Keflavík, við Hafnargötu, hefur jólaverslunin farið ágætlega af stað. „Það er þó mest stemmning allra síðustu dagana fyrir jól,“ segir hún. Guðrún segir líklegt að álíka mikið hafi verið verslað hjá Gallerí Keflavík fyrir jólin í ár og í fyrra. Viðskiptavinir eru þá ýmist að versla gjafir eða tískufatnað á sig.