Staðfest að viðræður standi yfir um að flytja stjórn varnarstöðvarinnar frá flota til flughers
Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur staðfest, að viðræður standi yfir um að færa yfirstjórn varnarstöðvarinnar frá bandaríska flotanum til flughersins á næstu tveimur árum. Starfshópur, sem meðal annars er skipaður fulltrúum bandaríska flughersins og flotans í Evrópu, muni heimsækja varnarstöðina 30. júlí til 6. ágúst til að ræða þetta en tekið er fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar.
Í tilkynningu sem varnarliðið sendi frá sér í dag, segir að búist sé við ákvörðun um málið á næstunni. Hins vegar sé hugsanlegur flutningur á yfirstjórninni frá flotanum til flughersins einn af mörgum kostum, sem til greina komi varðandi framtíð varnarstöðvarinnar.
Í tilkynningu sem varnarliðið sendi frá sér í dag, segir að búist sé við ákvörðun um málið á næstunni. Hins vegar sé hugsanlegur flutningur á yfirstjórninni frá flotanum til flughersins einn af mörgum kostum, sem til greina komi varðandi framtíð varnarstöðvarinnar.