Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Staðbundið vetrarríki í Keflavík, amerískir löggubílar og trukkar
Séð yfir tökustaðinn við Hafnargötu og Ránargötu í Keflavík í dag. VF-myndir: Hilmar Bragi
Föstudagur 2. desember 2022 kl. 17:50

Staðbundið vetrarríki í Keflavík, amerískir löggubílar og trukkar

Það hefur snjóað án afláts mjög staðbundið á Hafnargötunni í Keflavík í allan dag. Vetrarríkið sem þar er núna er hluti af leikmynd sjónvarpsþáttaseríunnar True Detective, sem nú er verið að taka upp í Reykjanesbæ og víðar.

Í dag er stór tökudagur þar sem útiatriði verða tekin upp. Fjöldi amerískra bíla er kominn til bæjarins og bera þeir allir með sér að hafa lent í snjóstormi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hafnargatan er lokuð vegna kvikmyndatökunnar en mikið tilstand er í kringum verkefnið þar sem allt að 300 manns eru að vinna þessa stundina.

Meðfylgjandi myndir voru teknar um miðjan dag, þegar unnið var að því að gera tökustaðinn á Hafnargötunni kláran fyrir kvikmyndatöku kvöldsins og næturinnar, en gert er ráð fyrir að upptökur standi fram á nótt.

Meiri snjó, meiri snjó!

Þessi vígalegi trukkur á eftir að bruna niður Hafnargötuna, sem fer með hlutverk aðalgötunnar í Ennis.

Bifreið frá lögreglunni í Ennis í Alaska.

Hafnargatan hefur verið lokuð í dag þar sem starfsmenn True North hafa látið snjóa hressilega af gervisnjó. Fólk sem fór um svæðið lýsti því svo að því yrði kalt bara við tilhugsunina um þessar vetrarhörkur.

Kvikmyndaþorpið sem staðsett er milli Hafnargötu og Ægisgötu í Keflavík. VF-myndir: Hilmar Bragi