Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 9. febrúar 2000 kl. 16:16

Staða tómstundafulltrúa Grindavíkur ekki auglýst

Fulltrúar D-lista í bæjarstjórn Grindavíkurbæjar, hafa lýst yfir furðu sinni og óánægju með að ráðið var í stöðu tómstundafulltrúa án þess að staðan væri auglýst. Í bókun D-lista, sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar 12. janúar s.l. segir m.a. „Í málefnasamningi þessara flokka frá 10. febrúar 1999 er sérstaklega tekið fram að allar nýráðningar á vegum bæjarins skuli auglýstar. Þá viljum við benda á að æskulýðsnefnd óskaði eftir því í fundargerð 7. desember 1999 að starfið yrði auglýst. Hörður Guðbrandsson bæjarfulltrúi (J) sagði að þegar áhaldahúsið hafi verið lagt niður þá var ákveðið að bjóða starfsmanni þess starf tómstundafulltrúa. „Í ljósi reynslunnar erum meirihluti bæjarstjórnar Grindavíkur með á stefnuskrá sinni að gefa starfsmönnum bæjarins svigrúm innan bæjarkerfisins og teljum við það fullkomlega eðlilegt“, sagði Hörður
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024