Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Staða Keflavíkur er ágæt - velta um 230 milljónum
Fimmtudagur 1. mars 2012 kl. 09:46

Staða Keflavíkur er ágæt - velta um 230 milljónum



Aðalfundur Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags var haldinn síðastliðin mánudag. Þar var farið yfir stöðu mála hjá félaginu og þar kemur m.a. fram að velta félagsins í heild sé 230 milljónir króna. Einnig var rætt um mikilvægi sjálfboðaliða í starfi félagsins. Staða aðalstjórnar Keflavíkur er ágæt en hún á um 40 milljónir í handbæru fé. Hluti af handbæru fé félagsins hefur verið lagt í ríkisskuldabréf og þar hefur fengist besta ávöxtunin. Farið var yfir stöðu deilda innan félagsins en eftir er fara yfir gang mála hjá körfuknattleiksdeildinni.

„Þetta þykir sjálfsagt ágæt staða hjá flestum félögum á landinu um þessar mundir,“ segir Þórður Magni Kjartansson gjaldkeri félagsins. Í heildina er félagið líklega að velta um 230 milljónum en engar stórar skuldir hjá eru að myndast hjá félaginu að undanförnu. „Það hefur þó verið að þyngjast róðurinn hjá okkur, sérstaklega síðasta árið. Það er í raun kraftaverk að fólkið sem er að starfa fyrir félagið hafi náð að láta þetta allt ganga upp. Við höfum náð að reka þetta á svipuðu þjónustustigi og áður var þrátt fyrir að bæði Reykjanesbær, og eins fyrirtæki hafi dregið úr fjárframlögum.“ Hann segir ennfremur að öll félög á svæðinu séu að biðla til þeirra fyrirtækja sem enn eru í fullu fjöri. „Þetta byggist þó að mestu leyti á sjálfboðastarfi margra öflugra aðila,“ sagði Þórður að lokum.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024