Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 13. febrúar 2004 kl. 17:38

Staða HSS og öldrunarmála

Fyrirhugað er að halda samráðsfund sveitarfélaganna á Suðurnesjum um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og stöðu öldrunarmála. Á stjórnarfundi SSS 29. jan.s.l.var tekin fyrir ósk okkar Garðmanna um að haldin verði samráðsfundur allra sveitarstjórna á Suðurnesjum um þessi mál.Framkvæmdastjóri HSS hefur að undanförnu verið að funda með sveitarstjórnum á svæðinu um málefni stofnmunarinnar á hverjum stað. Stjórn SSS samþykkti að boða til samráðsfundar um málefni HSS og stöðu aldraðra á Suðurnesjum í framhaldi af kynningu framkvæmdastjóra.Væntanlega verður ákveðið á næsta stjórnarfundi SSS hvenær fundurinn fer fram. Frá þessu er greint á vef Sveitarfélagsins Garðs.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024