Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Staða bæjarstjóra auglýst
Þriðjudagur 15. júní 2010 kl. 11:22

Staða bæjarstjóra auglýst



Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í Sandgerði verður haldinn á morgun. Þar verður lögð fram tillaga nýja meirihlutans um að staða bæjarstjóra verði auglýst laus til umsóknar.
Aðspurður segir Ólafur Þór Ólafsson, oddviti meirihlutans, að enginn sé í sigtinu enda eðlilegt að auglýsingaferlið fái að hafa sinn gang áður en að því kemur. Hins vegar hafi nokkrir einstaklingar haft samband til að kanna stöðuna.

Sigurður Valur Ásbjarnarson, fráfarandi bæjarstjóri í Sandgerði, hefur gegnt stöðunni í 18 ár. Hann var oddviti Sjálfstæðismanna í síðustu kosningum. Sameiginlegur listi Samfylkingar og K-lista vann hins vegar hreinan meirihluta og breytti hinu pólitíska landslagi í Sandgerði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024